Toppleikur í kvennakörfunni
Grindavík tekur á móti Keflavík í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari Grindavíkurstúlkna þreytir frumraun sína og Erla Reynisdóttir og Erla Þorsteinsdóttir spila gegn gömlu félögunum. Leikurinn hefst kl. 19.15 í Röstinni og sigurliðið tyllir sér á topp deildarinnar.
Njarðvíkurstúlkur taka á móti ÍS í Ljónagryfjunni og hefst sá leikur kl. 19.15 í kvöld en þær grænklæddu komu mjög á óvart þegar þær sigruðu KR í DHL-Höllinni 23. október síðastliðinn.
VF-mynd/úr safni: Erla Reynisdóttir í leik með Keflavíkurliðinu en hún leikur nú með Grindavík.