Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Toppleikur í 2. deild
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 10:59

Toppleikur í 2. deild

Njarðvíkingar heimsækja Selfoss í 2. deild karla í kanttspyrnu í kvöld og hefst leikur liðanna kl. 20:00.

 

Selfyssingar hafa unnið tvo fyrstu leikina sína í mótinu en Njarðvikingar hafa unnið einn leik og gert eitt jafntefli. Njarðvíkingar eru að vonast til þess að Bjarni Sæmundsson verði leikhæfur í kvöld en hann hefur verið að glíma við nárameiðsli.

 

Selfyssingar eru í 2. sæti deildarinnar með 6 stig eftir tvo sigurleiki og hafa ekki enn fengið á sig mark. Njarðvíkingar hafa 4 stig og hafa gert fjögur mörk en fengið á sig þrjú.

 

Liðin mætast svo aftur á miðvikudag og þá í VISA bikarnum en sá leikur fer fram á Njarðvíkurvelli.

 

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024