Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ToPo úr leik
Miðvikudagur 4. apríl 2007 kl. 10:47

ToPo úr leik

Logi Gunnarsson og félagar hans í finnska úrvalsdeildarliðinu ToPo Helsinki féllu í gær úr leik í úrslitakeppni finnsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. ToPo tapaði alls 3-1 gegn Namika Lahti en fjórði leikur liðanna fór fram í gærkvöldi þar sem ToPo lá 60-80.

 

Logi gerði fjögur stig í leiknum en þau komu öll af vítalínunni. Svo gæti farið að Logi semji við annað lið það sem eftir er tímabilsins en margar hverjar deildir í Evrópu standa fram í júníbyrjun. Þau mál munu skýrast á allra næstu dögum hvað Logi gerir.

 

Logi hefur átt góðu gengi að fagna með ToPo í vetur en hann gerði að meðaltali 17,4 stig í leik í deildarkeppninni en í fjórum leikjum í úrslitakeppninni var hann með 9,5 stig að meðaltali í leik.

 

Flest stig í einum leik í vetur hjá Loga var 37 stiga leikur hjá kappanum gegn Espoon Honka þann 1. nóvember í 95-86 sigri ToPo. Logi var með 44,8% skotnýtingu í teigskotum og 40,2% nýtingu í þriggja stigaskotum sem er fátt annað en aðdáunarverð nýting en Logi tók manna flest þriggja stiga skot í deildinni í vetur eða 226 talsins og hitti hann úr 107 skotum.

 

Mynd: Tuomas Venhola

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024