Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ToPo steinlá í um helgina
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 09:24

ToPo steinlá í um helgina

Nýja árið fékk slæma byrjun hjá körfuknattleiksmanninum Loga Gunnarssyni og félögum hans í finnska liðinu ToPo. Liðið lék sinn fyrsta leik á árinu með Loga innanborðs um síðastliðna helgi og steinlá 100-74. Logi hafði þar áður misst úr nokkra leiki sökum veikinda.

 

ToPo tapaði gegn Tampereen Pyrinto sem er í neðri hluta deildarinnar en Logi var stigahæstur sinna manna með 12 stig á þeim 25 mínútum sem hann lék í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024