Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ToPo mætir toppliðinu
Miðvikudagur 31. janúar 2007 kl. 14:22

ToPo mætir toppliðinu

Logi Gunnarsson og félagar hans í finnska úrvalsdeildarliðinu ToPo Helsinki eiga möguleika á að saxa á forskot toppliðanna í finnsku deildinni í kvöld þegar ToPo mætir Joensuun Kataja. ToPo er í 5. sæti deildarinnar með 32 stig en Joensuun er í efsta sæti deildarinnar með 46 stig.

 

Leikurinn fer fram í höfuðborg Finna, Helsinki, á heimavelli ToPo svo það ætti að vera nokkur meðbyr hjá Loga og félögum. Logi er í 10. sæti deildarinnar yfir hæsta meðalskor á leik en hann gerir að jafnaði 18,6 stig í leik. Alls hefur Logi gert 465 stig í þeim 25 leikjum sem hann hefur spilað.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024