Töp hjá Suðurnesjaliðunum í kvennakörfunni
Hamarsstúlkur reyndust Keflvíkingum of stór biti
Síðastu leikir deildarkeppninar í Iceland Express deild kvenna fóru fram í dag og Keflvíkingar sóttu Hamar efsta lið deildarinnar heim. Hamarsstúlkur hafa farið ósigraðar í gengum tímabilið og í dag varð engin breyting þar á, þær sigruðu örugglega með 95 stigum gegn 63. Hjá Keflavík var Jacquline Adamshick með 23 stig og 13 fráköst.
Grindavík tapaði á heimavelli
Grindavík tapaði svo fyrir Snæfellingum á heimavelli með tíu stiga mun 63-73. Crystal Boyd var með 30 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Grindavíkur.