Töp hjá Reyni og Njarðvík
Bæði Reynir og Njarðvík töpuðu í 2. deildinni í knattspyrnu í dag. Reynismenn léku á útivelli gegn Völsungi og máttu sætta sig við stórt tap, en lokatölur urðu 6-2, mörk Sandgerðinga gerðu þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Pétur Þór Jaidee. Njarðvíkingar tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum á Njarðtaksvelli og töpuðu 1-3. Mark heimamanna gerði Einar Marteinsson.