Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Töp hjá Njarðvík og Reyni
Laugardagur 24. maí 2014 kl. 11:06

Töp hjá Njarðvík og Reyni

Njarðvíkingar tapað þremur í röð

Bæði Njarðvíkingar og Reynismenn máttu sætta sig við tap í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Njarðvíkingar fóru í Breiðholtið þar sem 2-1 tap gegn ÍR varð niðurstaðan. Það var Aron Freyr Róbertsson sem skoraði mark Njarðvíkinga í leiknum. ÍR-ingar skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.

Í Sandgerði tóku heimamenn á móti Gróttu þar sem gestirnir höfðu 0-3 sigur. Staðan var 0-2 í hálfleik og Gróttumenn gerðu svo út um leikinn þegar rúmur hálftími var til leiksloka með þriðja markinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að loknum þremur umferðum sitja Njarðvíkingar á botni deildarinnar en liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa.

Sandgerðingar eru með fjögur stig eftir þrjár umferðir og sitja í sjötta sæti deildarinnar.

Staðan í deildinni.