Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Töp hjá Grindavík og Keflavík
Föstudagur 21. nóvember 2014 kl. 10:38

Töp hjá Grindavík og Keflavík

Njarðvíkingar sigruðu Snæfellinga

Suðurnesjaliðin áttu misjöfnu gegni að fagna í körfubolta karla í gær. Keflvíkingar fengu skell fyrir norðan á meðan Grindvíkingar glopruðu niður forskoti gegn ÍR-ingum. Njarðvíkingar unnu hins vegar sigur gegn Hólmurum.

Keflvíkingar gerðu ekki góða ferð norður þegar þeir töpuðu gegn Tindastólsmönnum í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Keflvíkingar voru heldur fáliðaðir sökum meiðsla og töpuðu 97-74. Guðmundur Jónsson skoraði 23 fyrir Keflvíkinga og William Graves var með18 stig. Fyrrum leikmaður Tindastóls, Þröstur Leó Jóhannsson var svo með góða tvennu, 11 stig og 11 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiksins

Grindvíkingum tóks á ótrúlegan hátt að tapa niður góðri forystu gegn ÍR í lokaleikhlutanum. þegar liðin áttust við í Breiðholti. Síðasta leikhlutanum töpuðu þeir 30-7 og því leiknum með fimm stigum, 90-85. Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík og Ólafur Ólafsson 17, en hann daðraði við þrennu, með 9 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins

Njarðvíkingar unnu sigur gegn Snæfellingum á heimavelli sínum, 98-83, þar sem þrír leikmenn skoruðu yfir 20 stig hjá heimamönnum. Þrátt fyrir slæma byrjun tókst Njarðvíkingum að hrista Snæfellinga af sér og vinna nokkuð þægilegan sigur.

Tölfræði leiks