Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tony og Birna ekki með í úrslitakeppninni
Þriðjudagur 13. mars 2007 kl. 19:39

Tony og Birna ekki með í úrslitakeppninni

Í fyrsta íþróttaþættinum á vefsjónvarpi Víkurfrétta eru þjálfarar Suðurnesjaliðanna í eldlínunni og þar greina þeir Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfarar Keflavíkurliðanna, frá því að Tony Harris og Birna Valgarðsdóttir muni ekki taka þátt í úrslitakeppninni með liðum sínum og því heldur sagan endalausa áfram hjá karlaliði Keflavíkur.

 

Gríðarleg umferð erlendra leikmanna hefur verið í gegnum Keflavíkurliðið í vetur og nú þegar Keflvíkingar héldu að leikmaður væri í höfn sem gæti lokið með þeim tímabilinu kom annað á daginn. Tony Harris meiddist í sínum öðrum leik hér á landi og tjáði Sigurður Víkurfréttum það að hann gæti ekki verið meira með Keflavíkurliðinu í vetur. Þá hefur Birna Valgarðsdóttir átt við meiðsl að stríða sem hafa gert henni erfitt fyrir á þessu tímabili og sagði Jón Halldór í íþróttaþætti Víkurfrétta að Birna yrði ekki meira með í vetur.

 

Mikil blóðtaka fyrir bæði karla- og kvennalið Keflavíkur en gert er ráð fyrir því að karlaliðið fái til sín nýjan erlendan leikmann fyrir baráttuna gegn Snæfellingum en hvort það verði fyrir fyrsta leik þykir ósennilegt. Jón Halldór sagði að hjá Keflavíkurliðinu þyrftu sínir leikmenn bara að þjappa sér saman og að maður kæmi í manns stað en vissulega væri dýrt að missa einn leikreyndasta leikmann deildarinnar í meiðsli í úrslitakeppninni.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024