Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tommy Nilsen tekur við Grindvíkingum
Fimmtudagur 25. september 2014 kl. 19:47

Tommy Nilsen tekur við Grindvíkingum

Knattspyrnudeild UMFG og Tommy Nielsen undirrituðu í dag samning um að Tommy muni taka að sér þjálfun meistaraflokks karla fyrir næsta keppnistímabil. Knattspyrnudeild og Milan Stefán Jankovic hafa því komist að samkomulagi um að Milan láti af þjálfun liðsins. Miklar væntingar voru gerðar til Grindvíkinga í 1. deild í sumar en liðið hafnaði í 5. sæti eftir slæma byrjun.

Tommy Nilsen sem er danskur gerði garðinn frægan með sigursælu liði FH hér á árum áður. Tommy hefur svo leikið með Fjarðarbyggð í 2. deild upp á síðkastið þar sem hann var einnig aðstoðarþjálfari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024