Miðvikudagur 27. júlí 2016 kl. 17:56
Tölvubilun tefur fótboltaleik í Grindavík
Leikur Grindavíkur og Hugins í Inkasso deildinni í fótbolta karla frestast til kl. 20:30 vegna bilunnar í fluggagnakerfi sem hafði áhrif á flugsamgöngur í dag eins og fram hefur komið í fréttum. Grindvíkingar eru í bullandi toppbaráttu og hafa verið að skora mikið af mörkum að undanförnu.