Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tók 230 armbeygjur tábrotin!
Ingunn æfir fimleika en hætti nýverið í sundi.
Föstudagur 7. júní 2013 kl. 11:14

Tók 230 armbeygjur tábrotin!

Eldri systkinin eiga bæði Íslandsmet í Skólahreysti

Ingunn Eva Júlíusdóttir verður að teljast ansi líkleg til árangurs í Skólahreysti næsta haust. Hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og tók hvorki fleiri né færri en 230 armbeygjur! Afrekið vann hún á íþróttadegi Myllubakkaskóla en hún þess má geta að hún var tábrotin þegar hún tók armbeygjurnar 230. „Jú það var dálítið vont en ég hafði meiddu löppina bara ofaná hinni, þannig að ég notaði bara aðra löppina,“ sagði Ingunn í samtali við Víkurfréttir en hún á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Systir hennar Jóhanna Júlía á núverandi Íslandsmet Skólahreysti í armbeygjum, eða 177 stykki sem sett var árið 2012. Ingunn segir að ekki sé nein samkeppni á milli þeirra systra en hún stefnir þó á að bæta met stóru systur. Eldri bróðir þeirra systra, Eyþór Ingi, á einnig frábæran árangur að baki í Skólahreysti en hann á Íslandsmetið í upphífingum, en hann tók 58 slíkar árið 2009. Það met stendur ennþá.

Ingunn æfði sund og fimleika þar til fyrir skömmu en þá hætti hún í sundi. Hún segir erfitt að sameina þessar tvær greinar en mikill tími fer í æfingar. Ingunn verður 14 ára á árinu og verður spennandi að fylgjast með henni reyna fyrir sér í Skólahreysti í haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér er Instagram mynd af Ingunni þegar hún tók armbeygjurnar 230 á dögunum.