Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tók 1000 „burpees“ og hlustaði á heimsleikana
Mánudagur 27. febrúar 2017 kl. 13:18

Tók 1000 „burpees“ og hlustaði á heimsleikana

Sara Sigmunds leggur ýmislegt á sig

 

Crossfitkonan Sara Sigmunds fer stundum óhefðbundnar leiðir í æfingum til þess að reyna á þolmörk líkama og huga. Eitt kvöldið ætlaði hún að leyfa sér að sukka aðeins. Hún ákvað því að taka aðeins meira á því en vanlega til þess að vinna sér inn fyrir súkkulaðinu. „Stundum dett ég í ham þar sem ég vil prófa hversu andlega sterk ég er. Hversu mikið get ég pínt sjálfa mig. Þá get ég hugsað um þetta þegar það kemur eitthvað upp á heimsleikunum. Ég ákvað því eitt kvöldið að taka þúsund burpees-æfingar. Ég kveikti á heimsleikunum 2015 og hlustaði á þá og gerði svo æfinguna. Ég fór eftir lokun upp í Sporthús. Ég held að ég hafi verið í klukkutíma og sjö mínútur. Þetta er þannig að ég náði að sigra neikvæðu röddina í hausnum í mér. Að ná að sigra hausinn er rosalega mikilvægt.“ Fyrir þá sem ekki þekkja burpees-æfinguna þá er hún alls ekki í uppáhaldi hjá crossfitturum og þykir mjög erfið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ítarlegt viðtal Víkurfrétta við Söru hér að neðan.

Til marks um sigurvilja Söru þá æfði hún einu sinni með Sam Briggs, sem hefur unnið heimsleikana og er ein sú besta í heiminum. Þær stöllur tóku saman æfingu sem innihélt mikið af hlaupum þar sem Briggs hafði mun betur enda er hún sterk hlaupakona. Okkar kona var allt annað en sátt. Tók sig til og hljóp tíu kílómetra eftir að æfingunni lauk.

Hvað eru burpees?