Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tjaldur hreiðrar um sig í glompu á Leirunni
Mánudagur 4. júní 2007 kl. 12:21

Tjaldur hreiðrar um sig í glompu á Leirunni

Ólafur Garðarsson er kylfingur góður og athafnamaður en hann er einnig mikill fuglavinur. Óli var að spila 14. brautina á Hólmsvelli í Leiru á dögunum þegar boltinn eftir dræfið hans lenti í sandglompu, sem er hægra megin  á brautinni. Þegar hann kom að  glompunni þar sem boltinn hans var, tók hann eftir því að tjaldur hafði gert  sér hreiður þar og verpt þremur eggjum.

 

Fyrir skemmstu fór Óli ásamt vertinum á Leirunni og settu þeir upp flagg við þann stað sem fuglinn er með hreiðrið, í von um að kylfingar virði þennan vin okkar sem þarna hefur sest að. Vonandi leyfa menn bara ,,frídropp” til þess að fuglinn fái  að koma upp sínum ungum í friði og ró.

 

VF-mynd/ Óli virðir fyrir sér hreiðrið í glompunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024