Tíundi deildarsigur Keflavíkur í röð: Njarðvík vann heima
Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik þar sem Keflvíkingar styrktu enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnar með 12 stiga sigri á Skallagrím. Lokatölur leiksins í Sláturhúsinu voru 92-80 Keflavík í vil.
Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir og fóru Njarðvíkingar með 87-75 sigur af hólmi. Þá vann KR Tindastól 97-91 og komust í 2. sæti deildarinnar og ÍR burstaði Snæfell 102-77 í Seljaskóla.
Úrslit kvöldsins:
Keflavík 92-80 Skallagrímur
Njarðvík 87-75 Fjölnir
KR 97-91 Tindastóll
ÍR 102-77 Snæfell
VF-Myndir/