Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tíu leikmenn Grindavíkur héldu út gegn HK
Þriðjudagur 21. júní 2011 kl. 22:02

Tíu leikmenn Grindavíkur héldu út gegn HK

Grindvíkingar eru komnir áfram í Valitor-bikarnum eftir nauman sigur á 1. deildar liði HK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn eftir 20 mínútur. HK minkaði muninn rúmum 10 mínútum síðar þegar boltinn fór í gegnum klofið á Óskari Péturssyni markverði Grindvíkinga eftir að hafa breytt um stefnu af varnarmanni.

Grindvíkingar voru svo einum færri eftir að Bogi Rafn Einarsson fékk að líta rauða spjaldið eftir glæfralega tveggja fóta tæklingu rétt fyrir leikhlé.

Lítið markvert gerðist í síðari hálfleik en HK náðu ekki að nýta sér liðsmuninn til fullnustu og Grindvíkingar áttu hættulegar skyndisóknir af og til. Undir lok leiks þegar HK-ingar settu allt sitt púður í sóknarleikinn hefði Michal Pospisil átt að skora tvívegis en Ögmundur markvörður HK varði tvívegis á ótrúlegan hátt.

Grindvíkingar eru því komnir áfram í átta liða úrslit í bikarnum en dregið verður á föstudag.





VF-Myndir Eyþór Sæmundsson: Að ofan fær Bogi Rafn að líta rauða spjaldið. Neðri mynd: Magnús Björgvinsson í baráttu við markvörð HK.