Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tíu Íslandsmeistaratitlar ÍRB
Mánudagur 10. apríl 2017 kl. 10:37

Tíu Íslandsmeistaratitlar ÍRB

Frábær árangur á ÍM í 50 metra laug

ÍRB gerði sér lítið fyrir og nældi í tíu Íslandsmeistaratitla og fjölda verðlauna á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Liðið vann sér líka inn 12 silfur og tíu brons auk þess sem
eitt meyjamet féll í 100m bringusundi hjá Evu Margréti Falsdóttur ásamt fjölmörgum innanfélagsmetum og góðum bætingum hjá mörgum sundmönnum liðsins.

Flesta titla í einstaklingsgreinum unnu þau Þröstur Bjarnason og Sunneva Dögg Robertson. Þau unnu bæði tvær greinar en jafnframt nældi Þröstur sér líka í tvö gull í boðsundum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gull
200m skriðsund karla Kristófer Sigurðsson
400m skriðsund karla Þröstur Bjarnason
1500m skriðsund karla Þröstur Bjarnason
200m bringusund karla Baldvin Sigmarsson
50m flugsund karla Davíð Hildiberg Aðalsteinsson
4 x 200m skriðsund karla
4 x 100m fjórsund karla
400m skriðsund kvenna Sunneva Dögg Robertson 1500m skriðsund kvenna Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
400m fjórsund kvenna Sunneva Dögg Robertson

Silfur
100m skriðsund karla Kristófer Sigurðsson
800m skriðsund karla Þröstur Bjarnason
100m flugsund karla Davíð Hildiberg Aðalsteinsson
200m flugsund karla Baldvin Sigmarsson
4 x 100m skriðsund karla
4 x 50m fjór blandað
200m skriðsund kvenna Sunneva Dögg Robertson
800m skriðsund kvenna Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
200m baksund kvenna Íris Ósk Hilmarsdóttir
50m bringusund kvenna Karen Mist Arngeirsdóttir
100m bringusund kvenna Karen Mist Arngeirsdóttir
200m flugsund kvenna Gunnhildur Björg Baldursdóttir

Brons
50m skriðsund karla Kristófer Sigurðsson
100m bringusund karla Baldvin Sigmarsson
100m baksund kvenna Íris Ósk Hilmarsdóttir
200m bringusund kvenna Karen Mist Arngeirsdóttir
200m fjórsund kvenna Sunneva Dögg Robertson
400m fjórsund kvenna Stefanía Sigurþórsdóttir

4 x 100m skriðsund kvenna
4 x 200m skriðsund kvenna
4 x 100m fjórsund kvenna
4 x 50m skrið blandað