Tíu frá Suðurnesjum í æfingahóp landsliðsins
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur nú hafið æfingar í undirbúningi sínum fyrir síðar hlutann í riðlakeppni Evrópukeppninnar í B deild. Staða íslenska liðsins í riðlinum er ekki vænleg og þarf nánast kraftaverk til að liðið geti unnið sér inn sæti sem A þjóð í körfuboltanum en eins og margir vita þá gerast karfatverkin enn.
Alls eru tíu leikmenn af Suðurnesjum í æfingahópnum sem skorinn verður niður þegar nær dregur riðlakeppninni. Landsliðið mun leika fjóra landsleiki í haust, þar af verða tveir á heimavelli. Ísland mun mæta Finnlandi á útivelli laugardaginn 25. ágúst. Miðvikudaginn 29. ágúst mun liðið svo mæta Georgíu í Laugardalshöll. Þann 1. september verður leikið gegn Lúxemborg á útivelli og lokaleikur liðsins verður gegn Austurríki miðvikudaginn 5. september í Laugardalshöll. Heimaleikir liðsins munu hefjast klukkan 20:15.
Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík
Jón Hafsteinsson, Keflavík
Sigurður Þorsteinsson, Keflavík
Brenton Birmingham, Njarðvík
Friðrik Stefánsson, Njarðvík
Jóhann Ólafsson, Njarðvík
Egill Jónasson, Njarðvík
Hreggviður Magnússon, ÍR
Kristinn Jónasson, Fjölni
Fannar Helgason, Stjarnan
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Fannar Ólafsson, KR
Brynjar Björnsson, KR
Helgi Magnússon, Boncourt
Jakob Sigurðarson, Vigo
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Þorleifur Ólafsson, Grindavík
Hörður Axel Vilhjálmsson, Fjölni
Finnur Magnússon, Catawba College
Logi Gunnarsson, Gijon
Jón Arnór Stefánsson, Roma
VF-mynd/ [email protected] - Logi Gunnarsson á landsliðsæfingu fyrr í sumar.