Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Titillinn afhentur í Toyotahöllinni í kvöld
Föstudagur 7. mars 2008 kl. 12:04

Titillinn afhentur í Toyotahöllinni í kvöld

Keflavíkurkonur fá í kvöld afhentan deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Samkaupsmótið í körfubolta hefst á morgun og því var ákveðið að færa síðasta deildarleik Keflavíkur til kvöldsins í kvöld. Keflavík tekur á móti Hamri kl. 19:15 í Toyotahöllinni og að leik loknum fá Keflvíkingar deildarmeistaratitilinn afhentan.

Með stórsigri sínum á KR síðasta miðvikudag gulltryggði Keflavík sér efsta sæti deildarinnar og mun hafa heiimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Keflavík mætir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en á morgun ræðst það hvort KR eða Grindavík muni hafa heimaleikjaréttinn þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Valur og Hamar verða ekki í úrslitakeppninni í ár og samkvæmt skilgreiningunni eru Fjölniskonur fallnar en verða líklega með í deildinni á næstu leiktíð þar sem ekki tókst að hafa 8 lið í deildinni í vetur eins og reglubreyting á síðasta ársþingi KKÍ kvað á um. Þá var samþykkt nýtt fyrirkomulag með 8 liða deild sem vonandi verður hægt að taka í gagnið á næstu leiktíð.

VF-Mynd/ [email protected] - Pálína Gunnlaugsdóttir verður í kvöld deildarmeistari í úrvalsdeild kvenna þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár varð hún deildarmeistari með Haukum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024