Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 9. apríl 2002 kl. 15:11

Tippklúbbur Víðis lendir í lukkupottinum

Tippklúbbur Víðis í Garði lenti heldur betur í lukkupottinum um helgina en þá fengu þeir félagar 13 rétta í getraunum sem gaf þeim um 1,2 milljónir kr. Þetta var svokallaður sprengjupottur og voru tveir á landinu sem höfðu 13 rétta. Guðmundur Árni Sigurðsson hefur verið meðlimur frá upphafi en hópurinn hefur tippað saman í um 10 ár.
„Við hittums vikulega allt árið og tippum og hver og einn leggur 500 kr. í pottinn. Við erum 14 eins og er í hópnum en það er þó breytilegt. Við tippum í gegnum netið og notum yfirleitt sama kerfið en það er svo kallað útgangsmerkjakerfi sem kostar rúmar 16.000 kr.
Er þetta í fyrsta skiptið sem þið fáið 13 rétta?
„Nei, nei þetta er í 6. skiptið sem við náum þessu en þetta er í 3. skiptið sem borgað er út því hinir vinningarnir voru svo smáir“.
Hvað verður svo gert við vinninginn?
„Hver og einn fær sinn hlut og ræður hvað hann gerir við peninginn“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024