Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tinna Einarsdóttir sigraði í blönduðum flokki drengja
Mynd: Júdódeild UMFG
Mánudagur 10. október 2016 kl. 10:28

Tinna Einarsdóttir sigraði í blönduðum flokki drengja

Suðurnesjalið sterk á Haustmóti yngri flokka

Haustmót Júdósambands Íslands yngri flokka fór fram í Mustad höll Grindvíkinga um helgina. Suðurnesjafólk var sigursælt á mótinu en Grindvíkingar og Njarðvíkingar áttu marga sigurvegara og voru glímumenn Þróttar í Vogum einnig báðir í verðlaunasætum.

Keppt var í fjórum aldursflokkum. U13 sem er 11 - 12 ára, U15 sem er 13 - 14 ára, U18 sem er 15 - 17 ára og U21 sem er 18 - 19 ára en 15 ára og eldri mega taka þátt í undantekningatilvikum. Einnig er skipt í þyndarflokka en oft eru þeir sameinaðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í U15 flokki drengja -34 börðust bræðurnir Adam Latkowski og Róbert Latkowski frá Grindavík. Adam vann fystu glímuna en Róbert þá næstu svo þurfti að fara í þrjár glímur. Þá þriðju sigraði Róbert með fastataki.

Daníel Dagur Árnason úr Njarðvík sigraði sinn þyngdarflokk, -42 í U15 með nokkrum yfirburðum. Í fyrstu viðureign náði hann andstæðing sínum í gólfið og hélt honum þar þangað til dómari úrskurðaði hann sigurvegara. Í annarri viðureign kastaði hann andstæðing sínum fallegu kasti sem endaði með því að Daníel komst í fastatak og sigraði hann þannig. Bræðurnir Ísar og Kristinn Guðjónssynir frá Grindavík fengu silfur og brons í þeim flokki.

Í sama aldursflokki sigraði Ingólfur Rögnvaldsson úr Njarðvík sinn þyngdarflokk, -60 einnig örugglega. Í undanúrslitaviðureigninni sigraði hann á öflugu fastataki en í úrslitunum náði hann bakfallskasti (suplex) og dómarinn dæmdi honum sigurinn í kjölfarið. Silfrið hreppti Helgi Sigurðarson úr Grindavík.

Tinna Einarsdóttir frá Grindavík gjörsigraði blandaðan flokk drengja U13 -57 en hún vann allar sínar glímur á ipponi, eða fullnaðarsigri. Tinna er einnig ríkjandi Íslandsmeistari í 55 kg flokki drengja og vert að fylgjast með þessari öflugu júdókonu í framtíðinni.

Í flokki drengja U13 -46 átti Agnar Guðmundsson frá Grindavík góðar glímur en rétt missti af verðlaunasæti.

í sama flokki -50 deildu þeir Hrafnkell Sigurðarson úr Grindavík og Jóhann Sajeevan úr Þrótti Vogum bronsinu. -42 flokkinn sigraði Björn Hrafnkelsson frá Þrótti Vogum.

Ágústa Olsson frá Grindavík hafði mikla yfirburði í sínum flokki, U13 -40 og sigraði allar sínar glímur.

Í blönduðum flokki U18 -90 og +90 áttust við vinirnir Aron Snær Arnarsson og Pétur Sigurðarson úr Grindavík en Aron sigraði báðar glímurnar á ipponi.

Ægir Már Baldvinsson úr Njarðvík sigraði í U21 -73 en hann var að keppa tvo þyngdarflokka upp fyrir sig og barðist við andstæðinga rúmlega tíu kílógrömmum þyngri en hann. Í undanúrslitaviðureigninni sigraði hann á kasti en í úrslitaviðureigninni sigraði hann á fastataki. 

 
Hér að neðan má sjá heildarúrslit mótsins og myndir.
 
St. U13 -40 (2)
1. Ágústa OLSSON  Grindavík
2. Ása SIGURÐARDÓTTIR  Tindastóll
 
Dr. U13 -42 (2)
1. Björn HRAFNKELSSON  Þróttur
2. Stefán BJÖRNSSON  ÍR
 
Dr. U13 -50 (6)
1. Jakop TOMCZYK  Selfoss
2. Snorri BALDURSSON  JG
3. Hrafnkell SIGURÐARSON  Grindavík
3. Jóhann SAJEEVAN  Þróttur
 
Dr. U13 -60 (5)
1. Tinna EINARSDOTTIR  Grindavík
2. Böðvar ARNARSSON  Selfoss
3. Snævar SVEINSSON  Njarðvík
 
Dr. U13 -73 (3)
1. Viktor MAGNÚSSON  Tindastóll
2. Skarphéðinn HJALTASON  JR
3. Jon TABAKU  ÍR
 
St. U15 -63 (2)
1. Aleksandra LIS  ÍR
2. Karen GUÐMUNDSDÓTTIR  JG
 
Dr. U15 -34 (2)
1. Róbert LATKOWSKI  Grindavík
2. Adam LATKOWSKI  Grindavík
 
Dr. U15 -42 (3)
1. Daníel ÁRNASON  Njarðvík
2. Ísar GUÐJÓNSSON  Grindavík
3. Kristinn GUÐJÓNSSON  Grindavík
 
Dr. U15 -55 (5)
1. Kjartan HREIÐARSSON  JR
2. Hákon GARÐARSSON  JR
3.  Þórarinn RÚNARSSON  JR
 
Dr. U15 -60 (3)
1. Ingólfur RÖGNVALDSSON  Njarðvík
2. Helgi SIGURÐARSON  Grindavík
3. Haukur ÓLAFSSON  Selfoss
 
Dr. U15 -81 (3)
1. Bjarki ARNÓRSSON  JDÁ
2. Þorgrímur RUNÓLFSSON  Tindastóll
3. Jakub TUMOWSKI  ÍR
 
Dr. U18 -66 (3)
1. Hrafn ARNARSSON  Selfoss
2. Ægir BALDVINSSON  Njarðvík
3. Guðmundur GUNNARSSON  JDÁ
 
Dr. U18 -81 (4)
1.  Árni LUND  JR
2. Ásþór RÚNARSSON  JR
3. Oddur KJARTANSSON  JR
 
Dr. U18 +90 (2)
1. Aron ARNARSSON  Grindavík
2. Pétur SIGURÐARSON  Grindavík
 
Dr. U21 -73 (3)
1. Ægir BALDVINSSON  Njarðvík
2. Hrafn ARNARSSON  Selfoss
3. Oddur KJARTANSSON  JR
 
 

Myndir: Júdódeildir UMFG og UMFN