Tindstóll heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna
 Í kvöld lýkur 15. umferð í Iceland Express deild karla í körfuknattleik þegar tveir leikir fara fram. Í Ljónagryfjunni taka Íslandsmeistarar Njarðvíkur á móti Tindastól en Fjölnir mætir KR í Grafarvogi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Í kvöld lýkur 15. umferð í Iceland Express deild karla í körfuknattleik þegar tveir leikir fara fram. Í Ljónagryfjunni taka Íslandsmeistarar Njarðvíkur á móti Tindastól en Fjölnir mætir KR í Grafarvogi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar með 24 stig en Tindastóll er í 7. sæti með 12 stig og hafa unnið fjóra síðustu deildarleiki sína. Njarðvíkingar hafa unnið sjö síðustu deildarleiki en þeirra síðasta tap í deildinni var gegn KR þann 19. nóvember síðastliðinn.
KR er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en Fjölnir hefur 6 og er á botninum með Haukum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				