Tímabilið búið hjá meisturunum
Keflvíkingar heillum horfnir í síðasta leikhluta
Keflvíkingar máttu sætt sig við stórt tap gegn Haukum í kvöld, 88-58, í Domino's deild kvenna í körfubolta. Því er ljóst að liðið er úr leik í úrslitakeppninni í ár en Haukar sigruðu allar þrjár viðureignir liðanna.
Keflvíkingar hófu leikinn vel og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Suðurnesjakonum, en Haukar unnu annan leikhluta örugglega 31-10, staðan því 48-32 fyrir heimaliðið í hálfleik. Jafnræði var með liðinum í byrjun seinni hálfleiks en í lokaleikhlutanum tóku Haukar gjörsamlega öll völd á vellinum. Keflvíkingum tókst aðeins að skora átta stig í síðasta leikhluta og það einfaldlega gengur ekki gegn eins sterku liði og Haukum, og það í úrslitakeppninni sjálfri.
Því er ljóst að ekkert lið frá Suðurnesjum mun berjast um titilinn í ár í úrvalsdeild kvenna og þrefaldir meistarar síðasta árs eru úr leik.
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6, Diamber Johnson 5/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Haukar: Lele Hardy 32/17 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Lovísa Björt Henningsdóttir 12/4 fráköst/5 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 8/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Inga Rún Svansdóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.