Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þúsundir á vel heppnuðu Nettó-móti í körfubolta
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 11:00

Þúsundir á vel heppnuðu Nettó-móti í körfubolta

Yfir 200 keppnislið og yfir 2 þúsund manns mættu til Reykjanesbæjar.

Tæplega 1300 krakkar tóku þátt í hinu árlega Nettó-móti í körfubolta í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Þetta er stærsta körfuboltamót yngri kynslóðarinnar sem haldið er hér á landi.

Rúmlega 200 keppnislið mættu til leiks og þegar yfir lauk voru leikirnir rétt tæplega 500. Um eitt þúsund manns gistu í Reykanesbæ á meðan mótið stóð yfir og gestir voru um 2.500 manns.
Að sögn Jóns Ben Einarssonar, eins af starfsmönnum mótsins gekk allt eins og í sögu en hann sagði Nettó-mótið vera mikilvægt í fjáröflun körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Njarðvíkur en félögin standa saman að mótinu. Jón sagði samvinnuna ganga afar vel en nokkur hundruð manns frá félögunum koma að vinnu við mótið.


Auk körfuboltaleikjanna gera krakkarnir ýmislegt fleira á meðan dvöl þeirra stendur í Reykjanesbæ. Þau fara í bíó, heimsækja Skessuna í hellinum og leikjagarða. Þá er kvöldvaka á laugardagskvöldinu.
Sjónvarp Víkurfrétta leit við á mótinu og sjá má innslag með viðtölum við krakkana og myndir af þeim í leikjum í þætti vikunnar á ÍNN, á vf.is og Kapalvæðingu á fimmtudagskvöldið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Páll Orri Pálsson tók nokkrar ljósmyndir á mótinu sem fylgja með þessari frétt og fleiri eru í ljósmyndasafni VF.