Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 26. mars 2002 kl. 15:32

„Þurfum að varast skytturnar þeirra“ - segir Jón N. Hafsteinsson um leikinn í kvöld

Keflavík og Grindavík spila í kvöld kl. 20:00 annan leik liðanna í undanúrslitum Epson-deildarinnar í körfu. Það mun koma til með að mæða mikið á Jóni N. Hafsteinssyni í leiknum enda er hann lykilmaður í liði Keflvíkinga og í raun eini „stóri“ leikmaður liðsins. Jón sagði í viðtali við vf.is að hann væri farinn að hlakka til að spila leikinn....„Þetta leggst mjög vel í mig eins og alltaf. Þetta verður mjög gaman og við munum gera allt til þess að vinna leikinn og komast í 2-0. Það helsta sem við þurfum að varast eru skytturnar þeirra, Páll Axel, Guðlaugur og Helgi Jónas, en við þurfum að leggja áherslu á að stoppa þá því annars er voðinn vís“.

Þú hefur verið meiddur í síðustu leikjum og í raun haltrað þetta á einni löpp ertu orðinn góður?
„jaa svona, löppin er aðeins að angra mig en það er hlutur sem ég reyni að gleyma þegar ég stíg inn á völlinn og byrja að spila“.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona leiki?
„Ég geri nú ekkert sérstakt, tek því bara rólega og býð eftir að leikurinn byrji“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024