ÞURFUM Á STERKUM HEIMAVELLI AÐ HALDA Í KVÖLD
				
				-„Við verðum fyrst og fremst að loka vörninni og einbeita okkur að því að ná tökum á okkar leik. Ef menn eru farnir að vola hérna í Keflavík yfir stigaleysinu þá geta menn rétt ímyndað sér hvernig ástandið verður á Skaganum hafi þeir aðeins 1 stig upp úr fyrstu þremur umferðunum. Bæði þessi lið gera miklar kröfur um árangur og bæði eru í slæmum málum tapi þau þessum leik. Ég held þessar aðstæður hljóti að tryggja að áhorfendur fái heldur betur fyrir aurana sína. Við þurfum á sterkum heimavelli að halda í kvöld til að aðstoða okkur við að snúa við blaðinu.“ sagði Sigurður Björgvinsson þjálfari Keflvíkinga við VF.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				