Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þú kemst ekki neitt í lífinu með hálfum hug
Kristófer ásamt Ástrósu Brynjarsdóttur sem var valin íþróttakona Reykjanesbæjar.
Laugardagur 9. janúar 2016 kl. 10:13

Þú kemst ekki neitt í lífinu með hálfum hug

segir íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ Kristófer Sigurðsson

Kristófer Sigurðsson var bæði valinn íþróttamaður Keflavíkur og Reykjanesbæjar á árinu sem var að líða. Á árinu náði hann frábærum árangri. Hann vann til sjö íslandsmeistaratitla og hefur unnið sér inn 734 FINA stig. Á AMÍ sem haldið var á Akureyri í sumar varð Kristófer Íslandsmeistari í fimm greinum: 100, 200 og 400m skriðsundi, 200m bringusundi, 200m baksundi og 200m fjórsundi. Einnig var hann í tveimur boðsundsveitum sem unnu til verðlauna. Kristófer var svo í liði Íslands á Smáþjóðaleikunum.

Hvað varst þú persónulega ánægðastur með á árinu?
Það sem ég var persónulega ánægðastur með á árinu var þegar ég varð Íslandsmeistari í 200 og 400m skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í apríl, á tíma sem ég var mjög sáttur við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða íþróttamaður frá Suðurnesjum stóð sig best á árinu að þínu mati?
Ég ætla að segja vinur minn hann Arnþór Ingi Guðjónsson. Fáir sem ég þekki sem hafa jafn mikla ástríðu fyrir sportinu eins og hann.

Íþróttaárið 2015 á Suðurnesjum  var…….gott, en 2016 verður ennþá betra.

Hvað ætlar þú að afreka á nýju ári?
Ég er búinn að setja mér þau markmið að standa mig vel í öllu því sem ég mun taka mér fyrir hendur, hvort sem það er í lauginni eða annars staðar.

Hvað lærðir þú á árinu sem var að líða?
Þú kemst ekki neitt í lífinu með hálfum hug.

Náðir þú öllum þeim markmiðum sem þú ætlaðir þér á árinu?
Að mestu leyti. En þó svo að ég hafi ekki endilega náð þeim öllum, þá var ég rosalega nálægt þeim og það má segja að ég sé mjög sáttur við frammistöðu mína á árinu. En það er alltaf hægt að gera betur, hvort sem maður nær markmiðum sínum eða ekki.

Breyttir þú einhverju í þínum æfingum, venjum eða mataræði á árinu?
Það eina sem ég breytti, og fann mun á, var að ég minnkaði sykurneyslu mína verulega og drakk meira vatn.