Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þrótturum spáð góðu gengi af síðunni fotbolti.net
Þrótturum er spáð góðu gengi í sumar af fotbolta.net
Föstudagur 22. maí 2015 kl. 11:00

Þrótturum spáð góðu gengi af síðunni fotbolti.net

Leika fyrsta leik sinn í 4. deildinni á laugardaginn

Þróttur Vogum, sem leikur í 4. deild í sumar, er spáð góðu gengi af heimasíðunni fotbolti.net sem að birti spá sína í dag.

Þróttarar voru grátlega nálægt því að komast upp um deild í fyrrasumar en töpuðu umspilsleik um 3. sætið í deildinni sem hefði gefið þeim sæti í 3. deildinni í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar hafa verið á góðu skriða á undirbúningstímabilinu og fóru ósigraðir í gegnum riðlakeppni C deildar Lengjubikarsins áður en þeir þurftu að játa sig sigraða í umspilsleik um undanúrslitasæti gegn Kára.

Þróttur tapaði naumlega fyrir Grindavík í síðustu umferð Borgunarbikarsins 1-0 á Grindavíkurvelli fyrr í vikunni þar sem að liðið var dyggilega stutt áfram af fjölmörgum stuðningsmönnum liðsins sem að hafa verið duglegir að mæta á leiki á Vogabæjarvelli undanfarin sumur.

Skv. spánni eiga Þróttarar að hafna í 2. sæti C riðils 4. deildar sem að gæfi þeim sæti í umspili um laust sæti í 3. deildinni að ári.

Þróttarar leika fyrsta leik sinn í 4. deildinni þetta sumarið gegn Erninum á laugardaginn á Vogabæjarvelli kl. 14.