Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Þróttur Vogum tapaði naumt fyrir Stjörnunni
    VF-mynd: Óskar
  • Þróttur Vogum tapaði naumt fyrir Stjörnunni
    VF-mynd: Óskar
Miðvikudagur 17. maí 2017 kl. 21:50

Þróttur Vogum tapaði naumt fyrir Stjörnunni

Eru dottnir út úr Borgunarbikarnum.

Þróttur Vogum tók á móti Stjörnunni í 32 liða úrslitum Borgunarbikarskeppni karla á Vogabæjarvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1:0 sigri Stjörnunnar. Markið kom á 10. mínútu og var það Máni Austmann Hilmarsson sem skoraði markið eftir stoðsendingu frá Guðjóni Baldvinssyni.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rokið í Vogunum í kvöld hafði mikil áhrif á leikinn. Bæði lið áttu þó fína spilkafla inn á milli en þeir voru ekki margir. Þróttarar sýndu mikinn baráttuvilja og börðust nær allan leikin en náðu þrátt fyrir það ekki að koma boltanum inn í mark Stjörnunnar. Þróttarar eru því dottnir út úr Borgunarbikarnum.