Þróttur Vogum sótti eitt stig í Garðabæinn
Þróttur Vogum gerði 3:3 jafntefli við KFG í 3. deildinni á Samsung-vellinum í Garðabæ í gær. KFG byrjaði leikinn betur og voru komnir 2:0 þegar 27 mínútur voru búnar af leiknum. Þróttarar náðu að minnka muninn fjórum mínútum síðar. Fyrsta mark Þróttar gerði Andri Björn Sigurðsson á 31 mínútu. Hilmar Þór Hilmarsson gerði annað markið á 68. mínútu og Kristinn Aron Hjartarson gerði það þriðja á 89 mínútu. Þróttarar eru í 5. sæti með 11 stig og eiga næst leik við Vængi Júpiters heima á föstudaginn.