Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur Vogum sló Víði út í Borgunarbikarnum
Stuðningsmenn Þróttar í Vogum fögnuðu með leikmönnum eftir sigurinn gegn Víði úr Garði á föstudagskvöld.
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 14:33

Þróttur Vogum sló Víði út í Borgunarbikarnum

Þróttur Vogum er komið áfram í Borgunarbikarnum eftir sigur gegn Víði í Garði á föstudagskvöld, 3-2. Þróttur komst yfir snemma leiks með marki frá Reyni Þór Valssyni en Víðir jöfnuðu metin. Þróttarar fengu víti í síðari hálfleik og gátu tekið forystuna á ný, en klúðruðu spyrnunni.

Stuttu síðar fékk Víðir vítaspyrnu sem liðið nýtti örugglega. Það leit því vel út fyrir gestina úr Garðinum. Þegar fjórar mínútur voru eftir jöfnuðu heimamenn með marki frá Colin English Thompson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var svo í uppbótartíma er Þróttarar skoruðu sigurmarkið og var Reynir Þór þar aftur að verki. Dramatíkin ótrúleg í lokin og Þróttarar áfram í bikarnum. Næsti leikur Þróttara í bikarnum er á heimavelli þann 14. maí gegn utandeildarliði Hómer. Takist Þrótti að vinna þann leik þá fer liðið í 32-liða úrslit en þar leika öll bestu lið landsins. Það er því til mikils að vinna fyrir Þróttara í Vogum.