Þróttur Vogum sigraði Berseki
-Andri Björn með bæði mörk Þróttar
Þróttur Vogum sigraði Berseki 2:0 á Vogabæjarvelli í gær í 3. deild karla. Andri Björn Sigurðsson skoraði bæði mörk Þróttar. Fyrra markið á 43. mínútu úr víti og það síðara á 52. mínútu. Lokastaðan var því 2:0 fyrir Þrótt. Þróttur er í 4. sæti 3. deildar og eiga næst leik við Einherja laugardaginn 22. júlí á Vopnafirði.