Þróttur Vogum semur við Brynjar Kristmundsson
Þróttur Vogum hefur samið við Brynjar Kristmundsson og mun hann leika með Þrótt í 2. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Brynjar er 25 ára gamall og lék með Fram á síðasta tímabili, hann hefur einnig leikið með norska liðinu Volda IT en hann lék með þeim árið 2015, spilaði 10 leiki og skoraði 4 mörk. Brynjar hefur leikið með Víking Ólafsvík og Valsmönnum og hefur spilað 28 leiki í efstu deild í knattspyrnu.