Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur Vogum ósigraðir í Lengjubikarnum
Þróttarar eru á mikilli siglingu þessa dagana.
Sunnudagur 5. apríl 2015 kl. 15:00

Þróttur Vogum ósigraðir í Lengjubikarnum

Búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins fyrir lokaleik sinn.

Þróttur Vogum er á bullandi siglingu í Lengjubikarnum en liðið vann þriðja leik sinn í röð á Skírdag þegar liðið mætti Mosfellingunum í Hvíta Riddaranum í Reykjaneshöllinni. 

Þróttarar lentu undir á 6. mínútu leiksins en þrjú mörk frá Skagfirðingnum Kára Eiríkssyni tryggðu Þrótturum sætan 3-1 sigur og þar með efsta sætið í riðlinum þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. Mörk Kára komu í öllum regnbogans litum, þar af skoraði hann annað mark liðsins beint úr hornspyrnu og vippaði svo yfir markmann Hvíta Riddarans af rúmlega 30 metra færi í þriðja og síðasta marki liðsins. Þróttarar voru ekki að spila sinn besta leik og mátti litlu muna að Mosfellingar jöfnuðu leikinn í stöðunni 2-1 þegar liðið skaut í slánna úr dauðafæri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum sunnudaginn 12. apríl gegn liði botnliði Afríku og geta Þróttarar þar með farið ósigraðir í gegnum alla leiki sína með sigri.