Þróttur Vogum í toppbaráttu
- Eiga góða möguleika á því að komast í aðra deildina
Þróttur Vogum sigraði Vængi Júpíters með þremur mörkum gegn engu á útivelli í gær í þriðju deild karla í knattspyrnu. Fjölmargir Þróttarar lögðu leið sína í Reykjavik til að styðja við bakið á liðinu og myndaðist mikil stemning á leiknum. Marteinn Pétur Urbanicic skoraði tvö mörk fyrir Þróttara og Örn Rúnar Magnússon eitt. Þróttur Vogum á góða möguleika á því að komast upp í aðra deildina þegar ein umferð er eftir af deildinni.