Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 18. mars 2008 kl. 11:40

Þróttur Vogum heldur áfram að styrkja sig í fótboltanum

Þróttur Vogum halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök sumarsins í 3. deildinni í knattspyrnu en í gær var ljóst að átta leikmenn frá sjö liðum hafa samþykkt að ganga til liðs við þá. Það er alltaf ákveðið verkefni að vekja aftur risa upp frá dauðum og stjórnin, ásamt Jakobi Má, þjálfara eða Kobba eins og hann er oft kallaður hafa verið að styrkja lið Þróttar síðustu vikurnar. Þetta kemur fram á www.fotbolti.net
 
Tveir leikmenn með mismunandi reynslu komu frá Víðí í Garði, auk þess sem að einn leikmaður frá Hrunamönnum, Reyni Sandgerði, ÍH, Sindra, Þrótti Reykjavík og Keflavík skrifuðu undir samning hjá Þrótti Vogum.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024