Þriðjudagur 6. febrúar 2018 kl. 07:00
Þróttur Vogum efstir í Fótbolta.net mótinu
Þróttur Vogum sigraði Vængi Júpíters 2-0 í öðrum riðli C-deildar Fótbolta. net mótsins í knattspyrnu um helgina. Viktor Smári Segatta og Tómas Ingi Urbanic skoruðu fyrir Þrótt og hefur liðið tryggt sér efsta sætið í riðlinum og mætir Kára í úrslitaleik C- deildarinnar.