þróttur tryggði sér sæti í 1. deild
Þróttarar tryggðu sér sæti í 1. deild karla í körfuknattleik eftir 107:74 sigur á Leikni Reykjavík í undanúrslitum 2. deildar karla í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Þróttur leikur í næstefstu deild en þess má geta að deildin hefur ekki verið starfandi nema í þrjú ár.
Yfirburðir Þróttar hafa verið miklir á tímabilinu en þeir eru enn taplausir og eiga aðeins eftir úrslitaviðureign við Snæfell þar sem fyrra liðið til að vinna tvo leiki verður deildarmeistari. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, ræddi við Arnór Inga Ingvason, fyrirliða Þróttar, Magnús Pétursson, leikmann Þróttar og Keflavíkur, og Birkir Alfons Rúnarsson, formann körfuknattleiksdeildar Þróttar. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan og myndir úr leiknum.