Þróttur tapaði sínum fyrstu stigum
Kári lagði Reynismenn í 3. deildinni
Þróttur Vogum tapaði í gærkvöldi sínum fyrstu stigum í 4. deild karla er liðið gerði 1-1 jafntefli við Skínanda á Samsung vellinum í Garðabæ.
Skínandi var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér fjölda færa og það var því sanngjarnt þegar þeir komust yfir 5 mínútum fyrir hálfleik. Þróttarar vöknuðu til lífsins í þeim síðari og uppskáru mark á 73. mínútu þegar Andri Gíslason jafnaði eftir sendingu frá Páli Guðmundssyni.
10 mínútum fyrir leikslok fengu heimamenn í Skínanda vítaspyrnu sem að markvörður Þróttara, Árni Ásbjarnarson, varði en Árni átti stórleik í marki Þróttar.
Þróttur er enn á toppi c-riðils 4. deildar og mætir liði KFG í næsta leik sem er mikilvægur báðum liðum en KFG er 2 stigum á eftir Þrótti í riðlinum.
Þá léku Reynismenn gegn Kára á Akranesi í fyrrakvöldí 3. deild karla þar sem að Skagamenn unnu 3-1 sigur. Staðan var 1-1 í hálfleik en Kári komst yfir á 9. mínútu en Jóhann Magni Jóhansson jafnaði úr vítaspyrnu á 43. mínútu.
Kári gerði svo úti um leikinn á síðustu 5 mínútum leiksins með tveimur mörkum og unnu mikilvægan sigur sem að tyllir þeim í 2. sæti deildarinnar með 13 stig. Reynismenn sitja í 4. sætinu með 10 stig.
Reynir mætir Einherja á sunnudaginn í Sandgerði.