Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttur sló út Grindavík
Mánudagur 3. júlí 2006 kl. 21:48

Þróttur sló út Grindavík

Landsbankadeildarlið Grindavíkur hefur lokið göngu sinni í VISA bikarkeppninni í knattspyrnu eftir 2-1 tap gegn Þrótti Reykjavík í 16 liða úrslitum í kvöld. Það verða því Kekic og nýju félagar hans í Þrótti sem halda áfram í 8 liða úrslitin. Mark Þróttar gerði Ingvi Sveinsson á 2. mínútu leiksins en Mounir Ahandour jafnaði metin 1-1 á 70. mínútu leiksins.

 

Michael Jónsson varð fyrir því að gera sjálfsmark á 82. mínútu leiksins og það dugði Þrótti til þess að komast áfram. Veruleg vonbrigði fyrir Grindvíkinga og þá er aðeins eitt Suðurnesjalið eftir í VISA bikarnum og það er Keflavík sem mætir Leikni á fimmtudagskvöld.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024