Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur með sterkan útisigur í toppbaráttunni
Stefán Jón Friðriksson innsiglaði sigur Þróttar. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 12. ágúst 2023 kl. 07:32

Þróttur með sterkan útisigur í toppbaráttunni

Þróttarar sóttu þrjú dýrmæt stig í Breiðholtið í gær þegar þeir heimsóttu ÍR í mikilvægum leik í 2. deild karla í knattspyrnu. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti en með sigrinum er Þróttur komið í þriðja sæti sem stendur. KFG og Víkingur Ó. eru tveimur stigun á eftir Þrótti en þau eiga leik í dag.

ÍR-ingar fengu draumabyrjun og skoruðu eftir einungis átján sekúndna leik. Þróttarar létu það ekki slá sig út af laginu og Ólafur Örn Eyjólfsson jafnaði leikinn korteri síðar (15').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var því allt jafnt þegar blásið var til hálfleiks en snemma í seinni hálfleik kom Guðni Sigþórsson Þrótti yfir (52') og það var svo Stefán Jón Friðriksson sem rak endahnútinn á mikilvægan útisigur þróttara þegar hann skoraði þriðja mark þeirra (74').

Þróttur er þessa stundina einu stigi á eftir Reyni/Dalvík sem er í öðru sæti en eins og fyrr segir eiga KFG og Víkingur Ó. leik til góða í dag.