Þróttur með í Bikarmóti SSÍ
Sunddeild Þróttar í Vogum mun í ár taka þátt í Bikarmóti Sundsambands Íslands í fyrsta sinn, en mótið fer fram um helgina.
Sundstarfið í Vogum hefur verið á mikilli uppleið og eru nú rúmlega 60 krakkar á aldrinum 5-13 ára að æfa hjá félaginu. 11 þeirra verða í eldlinunni um helgina og sagði María Jóna Jónsdóttir, yfirþjálfari hjá Þrótti, í samtali við Víkurfréttir að þau væru orðin mjög spennt fyrir mótinu.
„Það er frábært að vera loksins með í Bikarmótinu, og við ætlum að fara þangað til að hafa gaman að því.“
Deildin var stofnuð árið 2000 og hefur verið stöðug aukning í iðkendafjölda síðan. Framtíðin í Vogum er björt og verður gaman að sjá hvort krakkarnir nái að koma á óvart á mótinu.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Krakkarnir fengu liðsbúninga afhenta um daginn og munu skarta þeim á Bikarmótinu
Sundstarfið í Vogum hefur verið á mikilli uppleið og eru nú rúmlega 60 krakkar á aldrinum 5-13 ára að æfa hjá félaginu. 11 þeirra verða í eldlinunni um helgina og sagði María Jóna Jónsdóttir, yfirþjálfari hjá Þrótti, í samtali við Víkurfréttir að þau væru orðin mjög spennt fyrir mótinu.
„Það er frábært að vera loksins með í Bikarmótinu, og við ætlum að fara þangað til að hafa gaman að því.“
Deildin var stofnuð árið 2000 og hefur verið stöðug aukning í iðkendafjölda síðan. Framtíðin í Vogum er björt og verður gaman að sjá hvort krakkarnir nái að koma á óvart á mótinu.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Krakkarnir fengu liðsbúninga afhenta um daginn og munu skarta þeim á Bikarmótinu