Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur Íslandsmeistari
Sunnudagur 1. apríl 2007 kl. 18:48

Þróttur Íslandsmeistari

Tvíframlengja þurfti viðureign Þróttar Vogum og Reynis úr Sandgerði í dag í úrslitaleik 2. deild karla í körfuknattleik. Þróttur hafði að lokum 104-102 sigur eftir mikla dramatík en þessi lokahelgi 2. deildar fór fram á Akranesi.

 

Reynismenn leiddu með 22 stiga mun þegar fjórði leikhluti hófst en Þrótturum tókst að vinna upp forskotið og höfðu að lokum sigur eftir tvíframlengdan leik. Bæði Þróttur og Reynir munu því leika í 1. deild á næstu leiktíð og þá mun 1. deildin vera skipuð 10 liðum.

 

Nánar síðar...
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024