Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur í góðri stöðu
Mánudagur 1. september 2014 kl. 09:17

Þróttur í góðri stöðu


Þróttarar geta tryggt sig í undanúrslitin í 4. deild karla í knattspyrnu á þriðjudaginn. Liðið góðan sigur á liði KFG 2-0 í fyrri leik liðanna í úrslitakeppni á Vogabæjarvelli á laugardag. Var þetta fyrsta tap KFG í sumar. Páll Guðmundsson skoraði bæði mörk Þróttara í leiknum. Það fyrra á 13. mínútu og það seinna á 54. mínútu. Seinni leikurinn fer fram þriðjudaginn 2. september á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst klukkan 17:30.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024