Þróttur átti meira skilið
Þróttur og Selfoss skildu jöfn á Vogaídýfuvelli í gær í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þótt bæði lið hafi fengið tækifæri til að skora sigurmark í lokin voru Þróttarar ósáttir við jöfnunarmark Selfoss.
Þróttur - Selfoss 1:1
Þróttur hóf leikinn af krafti og tók forystu strax á 5. mínútu með marki frá Hans Mpongo. Hvorugu liði tókst að skora annað mark í fyrri hálfleik en í þeim seinni fengu bæði lið sín færi. Það var þó ekki fyrr en á 78. mínútu að Selfyssingar jöfnuðu og var markið vafasamt en það leit út fyrir að sóknarmaðurinn hefði brotið á varnarmanni Þróttar í aðdraganda marksins.
Þróttarar eru í neðsta sæti Lengjudeildar með sex stig að loknum fimmtán leikjum, KV hefur átta stig eftir fjórtán leiki en Þór Akureyri er komið í sautján stig eftir tvo sigurleiki í röð. Það er því ljóst að framundan er brekka ætli Þróttur að halda sér í deildinni en liðið hefur tekið stakkaskiptum eftir að Brynjar Gestsson tók við liðinu.
Hafnir - Léttir 2:5
Hafnir tók á móti Létti í C riðli 4. deildar karla í gær en eftir að hafa náð forystu á 1. mínútu skoruðu gestirnir í þrígang til að breyta stöðunni í 1:3. Eftir að Hafnamenn minnkuðu muninn í 2:3 bætti Léttir við tveimur mörkum til viðbótar.
Hafnir eru í fjórða sæti C riðils með sautján stig.
Mörk Hafna: Daníel Örn Baldvinsson (1' og 59')