Þróttur á toppinn

Þróttur Vogum og Víðir Garði mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á Víðisvelli í gær. Lokatölur leiksins voru 2-1 fyrir Þrótti og eru nýliðar Þróttar komnir á topp deildarinnar með 18 stig eftir sjö leiki en Víðir situr í því níunda.

Fyrsta mark leiksins skoraði Róbert Örn Ólafsson fyrir Víði á 13. mínútu en Þróttarar jöfnuðu metin fljótlega með marki frá Ragnari Þór Gunnarssyni á 15. mínútu. Staðan var jöfn í hálfleik en á lokamínútum leiksins tryggði Viktor Smári Segatta Þrótturum sigurinn með marki á 87. mínútu.