Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar unnu stórt en Víðismenn töpuðu
Föstudagur 22. júlí 2011 kl. 14:00

Þróttarar unnu stórt en Víðismenn töpuðu

Þróttur Vogum vann stóran sigur á liði Stál-Úlfs í 3. deildinni í knattspyrnu á útivelli í gær. Lokatölur urðu 1-6 fyrir Vogabúa og var staðan 1-2 fyrir Þrótt í hálfleik.

Markaskorarar Þróttara í leiknum voru þeir Þórir Rafn Hauksson, Jón Ingi Skarphéðinsson, Andrés Magnús Eggertsson, Sveinn Þór Steingrímsson (2) og Freyr Brynjarsson.

Víðismenn sem einnig eru í 3. deild töpuðu á heimavelli 0-2  gegn KFG og féllu við það í þriðja sæti en stutt er síðan Víðismenn voru taplausir á toppnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024