Íþróttir

Þróttarar unnu sinn fyrsta sigur í sumar
Sunnudagur 26. maí 2019 kl. 18:57

Þróttarar unnu sinn fyrsta sigur í sumar

Þrótt­ur V. vann sterk­an 2:0-útisig­ur á Vestra um helgina. Vegna meiðsla Andra Hrafns Sig­urðsson­ar í liði Þrótt­ar und­ir lok­in voru 20 mín­út­ur í upp­bót­ar­tíma. Staðan var marka­laus þegar í upp­bót­ar­tím­ann var komið en þá skoruðu Þrótt­ar­ar tvö mörk. 
 
Ingvar Ásbjörn Ingvars­son kom Þrótti yfir á 12. mín­útu upp­bót­ar­tím­ans og átta mín­út­um síðar skoraði Pape Mama­dou Faye og þar við sat. Þrótt­ur er með fimm stig og Vestri með sex stig. 
 
Víðismenn heimsóttu Selfoss í algjörum toppslag og fengu 5-1 skell eftir að staðan var 1-1 í hálfleik. Nathan Ward jafnaði leikinn fyrir Víðismenn. Víðir eru með sjö stig eftir fjóra leiki og Selfyssingar eru á toppnum með níu stig. 
 
Reynir Sandgerði mætti Kórdrengjum á útivelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024