Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar styrkja sig fyrir sumarið
Friðrik V. Árnason formaður Knd Þróttar, Marko Blagojevic, Admir Kubat og Haukur Örn Harðarson stjórnarmaður í Knd Þróttar Vogum.
Þriðjudagur 18. apríl 2017 kl. 09:27

Þróttarar styrkja sig fyrir sumarið

Knattspyrnudeild Þróttar hefur samið við Marko Blagojevic og Admir Kubat um að þeir spili með Þrótti í sumar.

Marko Blagojevic er 31 ára og kemur frá Serbíu. Marko er með töluverða reynslu hér á landi og hefur spilað með Víði, Völsungi, KF og Magna Grenivík. Árið 2012 hjálpaði Marko Völsungi að komast upp úr 2. deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Admir Kubat er 27 ára og kemur frá Bosníu og Hersegóvínu. Admir spilaði með Víkingi Ólafsvík 2015. Admir var valinn bestur hjá Víkingi Ólafsvík er liðið fór upp úr 1. deildinni árið 2015.